Guðlaug ætlar í framboð á nýjum lista í Hafnarfirði

Áttundi flokkurinn sem tilkynnir framboð

Hafnarfjörður

Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, sem undanfarið kjörtímabil hefur verið bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar og verið forseti bæjarstjórnar í meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkin, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hún lýsir yfir framboði Bæjarlistans í Hafnarfirði fyrir komandi kosningar.

Hafa nöfn efstu 6 manna verið tilkynnt en þau eru:

  1. Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og bæjarfulltrúi
  2. Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður
  3. Helga Björg Arnardóttir, tónlistarmaður
  4. Sigurður Pétur Sigmundsson, hagfræðingur
  5. Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, íþróttafræðingur
  6. Tómas Ragnarsson, rafvirki

Fyrrverandi félagar Guðlaugar og Einars Birkis Einarssonar, bæjarfulltrúar hafa sent inn kæru vegna embættisfærslu Guðlaugar þar sem hún skipti út fulltrúum í ráðum í andstöðu við 49. greins sveitarstjórnarlaga auk þess sem athugasemd var gerð við það að löglegur varamaður í bæjarráði fékk ekki að sitja fund. Beðið er úrskurðar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í því máli.

Það vekur athygli að Einar Birkir Einarsson sem orðaður var við framboðið er ekki á listanum enn hann er búsettur í Kópavogi en hafði flutt lögheimili sitt til systur sinnar í Hafnarfirði til að geta haldið sæti sínu í bæjarstjórn.

Í tilkynningu frá Guðlaugu segir að Bæjarlistinn Hafnarfirði sé stjórnmálaframboð skipað fólki sem vill hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt og að bæjarlistinn sé óháður stjórnmálaflokkum.

Er þetta áttundi flokkurinn sem tilkynnir framboð til bæjarstjórnar í Hafnarfirði í vor.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here