Grunnskólabörn heimsækja kirkjur bæjarins í aðdraganda jóla

Það var jólasvipur á starfsfólki Hafnarfjarðarkirkju þegar það tók á móti börnunum.

Það var líf og fjör í Hafnarfjarðarkirkju í morgun þegar börn úr grunnskóla bæjarins sóttu kirkjuna heim en Bylgja Dís æskulýðsfulltrúi kirkjunnar sagði sögu og Kári Þormar organisti kynnti orgelin í kirkjunni. Svo sungum við jólalög og fengu krakkarnir kakó og piparkökur hjá Ottó í lokin í safnaðarheimilinu.

Kertin í aðventukransinum útskýrð.

Löng hefð er fyrir því að grunnskólar í Hafnarfirði sæki kirkjur bæjarins heim fyrir jólin en Hafnarfjarðarkirkja tók á móti fyrstu jólaheimsókninni þessa aðventu í morgun.

Kári Þormar organisti

Færst hefur í aukana að skólarnir óski eftir heimsóknum í kirkjuna, einnig utan jólatíma en við höfum þetta árið tekið á móti hópum í tónlistarvali og trúarbragðafræðslu, en þá eru hóparnir að kynna sér orgel kirkjunnar og kristna trú, sem er einn þáttur trúarbragðafræðslunnar.

Ummæli

Ummæli