fbpx
Miðvikudagur, apríl 24, 2024
HeimFréttirGrænmeti og karftöflum stolið úr matjurtagarði ungs fólks

Grænmeti og karftöflum stolið úr matjurtagarði ungs fólks

Eru með garð á svæði skólagarðanna við Kaldárselsveg

Lítið sem ekkert var eftir í grænmetisgarðinum. Mynd: Aðsend
Lítið sem ekkert var eftir í grænmetisgarðinum. Mynd: Aðsend

Vonbrigðin voru gríðarleg hjá ungu pari í morgun sem hafði í sumar plantað grænmeti og sett niður kartöflur í matjurtagörðunum sem Hafnarfjarðarbær er með við Kaldárselsveg. Eftir að hafa hugsað vel um garðinn sinn í sumar ætluðu þau að fara að huga að garðinum er þau uppgötvuðu að búið var að taka upp allar kartöflurnar og næstum allt grænmetið!

Kartöflugarðurinn var alveg tæmdur
Kartöflugarðurinn var alveg tæmdur

Hver garður er merktur og því ólíklegt að óvart hafi verið tekið upp úr vitlausum garði.

Unga konan segist hafa orðið alveg öskuill og svekkt. Var þetta í fyrsta sinn sem þau ræktuðu grænmeti enda nýlega farin að búa.

Aðrir ræktendur sem fréttu af þessu drifu sig í að taka upp sína uppskeru.

Ef einhver getur gefið upplýsingar um það hver hafi tekið upp úr görðum merktum 27 er viðkomandi hvattur til að láta lögreglu vita.

Matjurtagarðarnir við Kaldárselsveg.
Matjurtagarðarnir við Kaldárselsveg.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2