Gott færi í Bláfjöllum fyrir allt skíðafólk

Skemmtileg aðstaða gönguskíðafólks í Bláfjöllum

Nú er nægur snjór í Bláfjöllum og færið var mjög gott í dag. Nokkuð fjölmennt var í fjallinu í dag, ekki síst ef marka mátti fjölda bíla á bílastæðum en greinilega gátu fleiri verið í fjallinu.

Bláfjöllin að kvöldi

Gönguskíðafólk var sérstaklega ánægt með aðstæðurnar í dag, lengri brautir voru lagðar en oft áður og voru brautirnar mjög góðar og héldust svo þrátt fyrir töluverða notkun. Þeir sem mættu snemma í fjallið nutu fegurðinnar þegar sólin settist en hinir sem komu seinna fengu að njóta stjörnuhiminsins, ekki síst gönguskíðafólk sem gekk inn á heiðina í myrkrinu.

Guðrún Þórhalla Helgadóttir

Guðrún Þórhalla Helgadóttir var ein þeirra sem steig á gönguskíði í dag og sagði hún aðstæðurnar hreint frábærar!

Bláfjallavegurinn í Hafnarfjörð var vel fær fólksbílum þó lítið þurfi til að gera hann þungfæran en fyrír íbúa í Setbergi sparast 8 km samtals ef hann er farinn í stað þess að fara um Suðurlandsveg. Er styttingin enn meiri fyrir Vallabúa. Dapurlegt að bæjaryfirvöld hafi engan áhuga sýnt á að vegurinn verði bættur og þjónusta á honum en þess í stað ákveðið að loka hinum þó heimilt verði að fara að Leiðarenda. Borið er við vatnsvernd en skiptar skoðanir hvort hún þurfi að kalla á svona aðgerðir.

Þarna varð ljósmengun úr Bláfjöllun að fallegum bjarma

Stjörnuhiminninn var fallegur frá Bláfjallaveginum og ljósin í Bláfjöllum eins og bjarmi af eldgosi.

Hér má sjá nokkrar myndir sem ljósmyndari Fjarðarfrétta tók í kvöld.

Skáli skíðagöngufélagsins Ullar
Jafnvel leiðin að Bláfjöllum var falleg í köld
Stutt er síðan Leirurnar voru eitt stórt stöðuvatn.
Brautin var góð í dag
Á Bláfjallaveginum. Ljósin í Hafnarfirði í fjarska
Leirurnar þar sem flest námskeið eru haldin
Eldur logaði fyrir utan tjaldið og þar mátti ylja sér.
Magnaður stjörnuhiminninn

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here