fbpx
Fimmtudagur, júní 13, 2024
HeimFréttirGóður árangur Hafnfirðinga í Laugavegshlaupinu

Góður árangur Hafnfirðinga í Laugavegshlaupinu

Sigurjón Sigurbjörnsson setti aldursflokkamet í 60-69 ára flokki

Stór hópur Hafnfirðinga tók þátt í Laugavegs ultra maraþoninu í gær. Stærsti hópurinn var úr hlaupahóp FH en einnig var hópur frá Skokkhópi Hauka og fólk í öðrum félögum.

Sigurjón létthlaupandi á Laugaveginum. Ljósmynd: Jón Kristinn Haraldsson.
Sigurjón létthlaupandi á Laugaveginum.
Ljósmynd: Jón Kristinn Haraldsson.

Bestum árangri náði Sigurjón Sigurbjörnsson sem keppir með ÍR, hann setti aldursflokkamet í flokki 60-69 ára karla. Hljóp Sigurjón á 5,21.01 klst. sem dugði honum til 13. sætis í hlaupinu.

Hjötur Pálmi Jónsson úr Hlaupahópi FH náði næst bestum árangri Hafnfirðinga, endaði í 17. sæti á 5,30.11 klst. í sínu fyrsta Laugavegshlaupi. Hann keppti í flokki 40-49 ára.

Búi Steinn Kárason úr FH náði þriðja besta árangri Hafnfirðinga, hjóp á 5,34.25 klst. Hann keppti í flokki 18-29 ára.

Hjörtur P. Jónsson. Ljósmynd: Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir - Fjaðrarfréttir
Hjörtur P. Jónsson.
Ljósmynd: Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir – Fjaðrarfréttir

Af konunum varð Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, Hlaupahópi FH, fyrst á 5,53.25 klst. og varð fyrst í sínum aldursflokki, 50-59 ára konur. Hún bætti tíma sinn frá 2013 um 34 mínútur.

Þorbjörg Ósk Pétursdóttir úr Hlaupahópi FH, náði þriðja besta tíma hafnfirskra kvenna, 6,09.13 en hún keppir í flokki 40-49 ára og varð þriðja í sínum aldursflokki

Þriðja besta árangri hafnfirskra kvenna náði svo Bryndís María Davíðsdóttir úr Hlaupahópi FH sem hlóp á 6,20.19 klst. en hún keppir í klokki 40-49 ára.

408 keppendur luku keppni, þar af 187 Íslendingar. Fjölmargir þurftu að hætta keppni vegna meiðsla eða álags auk ca 40 sem ekki fengu að halda áfram þar sem þeir náðu ekki tímamörkum á viðmiðunarstöðum. Þrír keppendur úr Hlaupahópi FH þurfti að hætta keppni og einn eftir aðeins um 8 km hlaup. Var talið að konan væri handleggsbrotin en hafði líklega farið illa úr lið.

Aðstæður voru glæsilegar, veðrið gott og allir komu stoltir í mark.

Annars var árangur Hafnfirðinganna eftirfarandi: (gæti vantað einhverja)

RöðTímiNafnF.ár.Aldurfl.Félag
135:21:02Sigurjón Sigurbjörnsson (104)195560 - 69 áraÍR
175:30:11Hjörtur Pálmi Jónsson (54)197140 - 49 áraHlaupahópur FH
195:34:25Búi Steinn Kárason (13)198918 - 29 áraFH
265:43:00Einar Eiríkur Hjálmarsson (21197240 - 49 áraHlaupahópur FH
375:53:25Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir (196550 - 59 áraHlaupahópur FH
395:54:25Einar Ingimundarson (22)197440 - 49 áraHlaupahópur FH
556:09:13Þorbjörg Ósk Pétursdóttir (11196940 - 49 áraHlaupahópur FH
716:20:19Bryndís María Davíðsdóttir (1197440 - 49 áraHlaupahópur FH
806:25:27Erla Eyjólfsdóttir (28)196150 - 59 áraHlaupahópur FH
906:30:36Sigurður Guðni Ísólfsson (100196840 - 49 áraHlaupahópur FH
966:33:41Einar Karl Þórhallsson (23)198030 - 39 áraHlaupahópur FH
986:33:56Arnar Karlsson (5)196940 - 49 áraHlaupahópur FH
1096:37:12Ingvar Hjálmarsson (59)197930 - 39 ára
1206:41:05Laufey Sigurgeirsdóttir (275)196250 - 59 áraSkokkhópur Hauka
1216:41:05Hildur Aðalsteinsdóttir (242)198330 - 39 áraSkokkhópur Hauka
1226:41:06Guðrún Ásta Árnadóttir (231)197540 - 49 áraSkokkhópur Hauka
1376:48:08Helgi Þór Arason (241)198630 - 39 áraHlaupahópur FH
1446:52:33Vilhjálmur Kári Haraldsson (5197340 - 49 áraHlaupahópur FH
1506:56:34Jóhann Ingibergsson (67)196050 - 59 áraHlaupahópur FH
1526:57:19Sigfús Helgi Helgason (505)197730 - 39 ára
1646:59:17Kristján Ólafur Guðnason (27196550 - 59 áraHlaupahópur FH
1757:04:17Valur Bjarni Valsson (113)197040 - 49 áraHlaupahópur FH
1807:07:25Guðni Gíslason (43)195750 - 59 áraHlaupahópur FH
1937:12:30Helgi Harðarson (239)196150 - 59 áraHlaupahópur FH
2037:16:55Valgerður Árný Rúnarsdóttir (196450 - 59 áraHlaupahópur FH
2157:21:10Vilhjálmur Magnús Vilhjálmsson197540 - 49 ára
2187:22:53Hringur Baldvinsson (245)196650 - 59 áraHlaupahópur FH
2247:24:26Jón Gunnar Jónsson (265)196150 - 59 áraHlaupahópur FH
2287:26:38Anna Sigríður Arnardóttir (20197440 - 49 áraHlaupahópur FH
2307:27:29Díana Harpa Ríkarðsdóttir (2197240 - 49 áraSkokkhópur Hauka
2437:35:05Matthildur Rúnarsdóttir (476)197240 - 49 áraHlaupahópur FH
2637:45:13Inga Eiríksdóttir (452)196450 - 59 áraHlaupahópur FH
2707:46:36Elísabet Rós Birgisdóttir (223197640 - 49 áraSkokkhópur Hauka
2777:50:13Vilborg Þórsdóttir (318)196450 - 59 áraSkokkhópur Hauka
2867:52:23Haraldur Kristinn Hilmarsson198230 - 39 áraHlaupahópur Ármanns
3168:08:57Rannveig Hafberg (295)196650 - 59 áraSkokkhópur Hauka
3178:09:00Viktor Ólason (716)196450 - 59 áraHlaupahópur FH
3228:16:35Karl Guðmundsson (267)197440 - 49 ára
3508:37:58Ósk Gunnarsdóttir (490)197040 - 49 áraHlaupahópur FH
3518:37:59Guðrún Sigríður Reynisdóttir (196250 - 59 áraHlaupahópur FH
3528:38:00Perla Dögg Þórðardóttir (690)198430 - 39 ára
3618:42:17Sigurður Arnar Sigurðsson (5196940 - 49 áraHlaupahópur FH

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2