fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimFréttirGleðistund er sex fatlaðir einstaklingar héldu innflutningspartý í Stuðlaskarði

Gleðistund er sex fatlaðir einstaklingar héldu innflutningspartý í Stuðlaskarði

Ungir einstaklingar með Downs heilkenni fá að stjórna sínum málum eins og aðrir

Tímamótasamningur sem undirritaður var í upphafi árs 2019 er orðinn að veruleika með flutningi íbúa á ný og falleg heimili í búsetukjarna að Stuðlaskarði í Hafnarfirði. Þjónustusamningur Hafnarfjarðarbæjar við rekstrarfélagið Vinabæ á sér ekki fordæmi og felur í sér aðlagaða og sérhæfða búsetuþjónustu þar sem notendur sjálfir hafa bein áhrif á áherslur og stefnu í veittri þjónustu.

Árið 2010 undirritaði Hafnarfjarðarbær samning við sex fatlaða einstaklinga um byggingu og rekstur íbúðakjarna að Stuðlaskarði 2. Samningurinn átti sér engin fordæmi því einstaklingarnir áttu með viðeigandi aðstoð sjálfir sjá um skipulag og rekstur íbúðakjarnans.

Nýja húsið við Stuðlaskarð

Húsbyggingarsjóður Landssamtakanna Þroskahjálpar byggði húsið og leigja einstaklingunum en Hafnarfjarðarbær greiðir Vinabæ, hlutafélagi íbúanna, það fé sem þarf til rekstursins.

Íbúarnir hafa innréttað íbúðirnar sýnar mjög hlýlega.

Húsið er raðhús á einni hæð með 6 íbúðum og starfsmannaaðstaða. Hver íbúð er 67 fermetrar og er starfsmannaaðstaðan 20 fermetrar.

Íbúarnir, sem jafnframt eru miklir og góðir vinir, fluttu inn á dögunum beint úr foreldrahúsum.

Stoltur íbúi í sinni íbúð.

„Hver vill ekki frekar búa með vini sinum en einhverjum ókunnugum?“  Þetta var spurning sem kviknaði hjá okkur nokkrum foreldrum ungra einstaklinga með Downs-heilkenni þegar við ræddum saman um framtíðarbúsetu þeirra,“ sagði Indriði Björnsson, einn foreldra væntanlegu íbúanna í ávarpi áður en fyrstu skóflustungurnar voru teknar. „Af hverju geta þau ekki bara búið saman?“ 

Indriði Björnsson flutti ávarp þegar fyrsta skóflustungan var tekin 28. febrúar 2021.

„Þau þekkjast vel, eru öll vinir, hafa öll búið saman í skammtímavist, eru á svipuðum stað í lífinu, mörg með svipuð áhugamál og eiga ekki endilega samleið með öðrum einstaklingum með fötlun. Félagslega eru þau oft einangruð, því foreldrarnir hafa ekki alltaf tíma til að skutla þeim til vina sinna. Væri ekki gott að geta bankað upp á í næstu íbúð ef þig vantar félagsskap? Ríflega átta ár eru síðan þessi hugmynd kom fyrst fram og er því um mikinn gleðidag að ræða fyrir þessa sex einstaklinga og okkur foreldrana,“ sagði Indriði Björnsson þegar fyrsta skóflustungan var tekin. 

„Þessi stund og þetta framtak hóps einstaklinga í samstarfi við bæinn sinn er gott dæmi um framþróun og nýjungar í þjónustu við fatlað fólk sem eru til þess fallnar að tryggja jafnrétti til búsetu á forsendum einstaklinganna sjálfra. Í þessu tilfelli er um að ræða hóp sex vina sem áttu sér þann draum að búa í návist við hvert annað og eiga heimili sem þau hanna og búa til sjálf og veitt þjónusta aðlöguð að þörfum hvers og eins. Um er að ræða ákveðna fyrirmynd að nýju og spennandi búsetuformi þar sem einstaklingarnir sjálfir hafa stjórnina og leggja línurnar. Frábær og fordæmisgefandi hugmynd er orðin að veruleika,“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar við formlega opnun búsetukjarnans.

Foreldrar fögnuðu með nýju íbúunum.

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2