fbpx
Laugardagur, apríl 13, 2024
target="_blank"
HeimFréttirGlæsilegur árangur í stærðfræðikeppni grunnskólanna

Glæsilegur árangur í stærðfræðikeppni grunnskólanna

80 nemendur kepptu og reiknuðu flókin stærðfræðidæmi

Úrslit voru kynnt sl. fimmtudag í Stærðfræðikeppni grunnskólanna en Flensborgarskólinn hefur allt frá 1996 staðið fyrir stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur í 8., 9. og 10. bekk.

Fyrst var keppnin aðeins fyrir hafnfirska grunnskólanemendur en síðar bættust nemendur úr öðrum byggðarlögum og halda fjölmargir framhaldsskólar keppnina fyrir nemendur á sínu svæði. Umsjón með keppninni í ár hafa þær Matthildur Rúnarsdóttir og Sólveig Kristjánsdóttir.

80 nemendur tóku þátt í keppninni í Hafnarfirði en hún byggist á þrautamiðuðu prófi sem krefst mikillar skipulagningar og vandvirkni af keppendum. Allir stóðu sig mjög vel og þeir sem urðu í efstu sætum stóðu sig með afbrigðum vel.

Allir keppendur frá gjafabréf á ís frá ísbúðinni Hafís á Bæjarhrauni og fyrstu þrír í hverjum árgangi frá peningagjöf frá Íslandsbanka auk þess sem Alcan veitir bókagjafir.

Þá fær sá sem varð í 1. sæti í 10. bekk eftirgjöf á skólagjöldum í Flensborg á fyrstu önn óski hann að stunda nám við skólann.

Úrslitin urðu þessi:

8. bekkur

8. bekkingar sem fengu viðurkenningu

1. Sindri Helgason, Setbergsskóla
2. Úlfheiður Linnet, Lækjarskóla
3.-4. Sigríður Soffía Jónasdóttir, Setbergsskóla
3.-4. Katrín Tinna Sævarsdóttir, Áslandsskóla

 

5.-10. sæti í stafrófsröð:

Anna Edda Gunnarsdóttir Smith, Áslandsskóla
Daníel Lúkas Tómasson, Hraunvallaskóla
Hristiyan Kirilov Nikolov, Lækjarskóla
Hulda Alexandersdóttir, Áslandsskóla
Jón Logi Hjartarson, Áslandsskóla
Kristófer Kári Þorsteinsson, Lækjarskóla

9. bekkur

9. bekkingar sem fengur viðurkenningu

1.-2. Egill Magnússon, Víðistaðaskóla
1.-2. Sesselja Picchietti, Setbergsskóla
3. Birta Líf Hannesdóttir, Víðistaðaskóla

4.-10. sæti í stafrófsröð:

Anína Marín Thorstensen, Setbergsskóla
Auður Siemsen, Lækjarskóla
Elma Karen Gunnarsdóttir, Áslandsskóla
Guðbjörg Alma Sigurðardóttir, Áslandsskóla
Júlía Dís Ingvarsdóttir, Lækjarskóla
Kristey Valgeirsdóttir, Setbergsskóla
Úlfur Ágúst Björnsson, Lækjarskóla

10. bekkur

10. bekkingar sem fengu viðurkenningu
  1. Anja Amelía Miriam Sverrisson, Alþjóðaskólanum
  2. Auður Gestsdóttir, Víðistaðaskóla
  3. Hrafn Auðbergsson, Lækjarskóla

4.-10. sæti í stafrófsröð:

Ágúst Bergmann Sigurðsson, Setbergsskóla
Áróra Friðriksdóttir, Víðistaðaskóla
Egill Hrafn Ólafsson, Setbergsskóla
Eíríkur Kúld Viktorsson, Setbergsskóla
Svanberg Addi Stefánsson, Setbergsskóla
Tatjana Simic, Lækjarskóla
Valgerður Ósk Valsdóttir, Öldutúnsskóla

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2