Stjórn Systrafélags Víðistaðasóknar afhenti Víðistaðakirkju gjafabréf að upphæð 1.460.000 kr. á fundi í tilefni 45 ára afmælis félagsins þann 6. október s.l.
Hluti gjafarinnar, 460 þúsund kr. eru til að bæta aðgengi að kirkjunni og ein milljón kr. rennur í framkvæmdasjóð kirkjunnar.
„Systrafélag Víðistaðasóknar hefur styrkt kirkjuna með mörgum góðum gjöfum í gegnum tíðina en aðal fjáröflun félagsins hefur verið hin árlega blómasala sem bæjarbúar hafa verið ötulir að styðja okkur við og þökkum við þeim kærlega fyrir góðan stuðning í gegnum árin,“ segir Ólöf Helga Júlíusdóttir formaður félagsins í samtali við Fjarðarfréttir.



