FH lagði bikar- og Evrópumeistara Vals í keppni, Meistari meistaranna, í Kaplakrika í kvöld.
FH-byrjaði mjög vel og komst í 4-1 en þá vöknuðu Valsmenn og leikurinn varð jafn og reyndar hörku spennandi sem eftir varð. FH-ingarnir voru heldur sterkari á endasprettinum og þegar um 18 sekúndur voru til leiksloka fengu Valsmenn tækifæri að jafna en skref var dæmt á leikmann þeirra og FH brunaði í sókn og Símon Michael Guðjónsson skoraði lokamark FH sem sigraði 30-28.
Jón Bjarni Ólafsson skoraði 8 mörk fyrir FH og Símon Michael, Aron Pálmarsson og Jóhannes Berg Andrason skoruðu 6 mörk hver.
FH-ingar fengu bikar í leikslok og fögnuðu vel.