fbpx
Þriðjudagur, mars 5, 2024
HeimFréttirFyrsti deildarmeistaratitill Hauka í körfubolta karla

Fyrsti deildarmeistaratitill Hauka í körfubolta karla

Sigruðu Val 83-70

Haukar eru deildarmeistarar í Úrvalsdeild karla í körfubolta eftir sigur gegn Val á Ásvöllum í kvöld. Það eru þrjátíu ár liðin síðan Haukar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn.

Heimamenn leiddu leikinn strax frá upphafi og var staðan 21:11 eftir fyrsta leikhluta Haukum í vil. Haukur var stigahæstur Hauka í hálfleik með 15 stig. Valsmenn hittu aðeins 25% skota sinna meðan Haukar hittu 41%. Staðan í hálfleik var 41:27.

Valsmenn komu aðeins sterkari inn í seinni hálfleikinn en Haukar voru ekki lengi að bæta aftur forustuna. Staðan eftir þriðja leikhluta var 65:49.

Valsmenn höfðu betur í seinasta leikhluta, 21:18 en það dugði ekki til og fengu Haukar þar með deildarmeistaratitilinn í fyrsta sinn í þrjátíu ár.

Haukar sigruðu með 13 marka mun, 83:70. Með sigri í deildinni tryggðu Haukar sér heimaleikjarétt í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn.

Tölfræði um leikinn má finna hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2