fbpx
Þriðjudagur, júní 25, 2024
HeimFréttirFyrsta skóflustungan að stækkun Fjarðar verður tekin á morgun

Fyrsta skóflustungan að stækkun Fjarðar verður tekin á morgun

Bæjarbúar sem hafa heimsótt miðbæinn hafa tekið eftir girðingum sem settar hafa verið upp á auða reitnum þar sem Hafnarfjarðarbíó og Kaupfélag Hafnarfjarðar var áður.

Þar er félagið 220 Fjörður ehf. að hefja stækkun á Firði og eru jarðvegsframkvæmdir að hefjast við bílakjallara undir húsinu.

Í nýbggingunni verða verslanir og þjónusta á jarðhæð, nýtt húsnæði Bókasafns Hafnarfjarðar á 2. hæð en þar verður jafnframt útigarður sem aðgengilegur er beint af Strandgötunni. Báðar þessar hæðir verða samtengdar Firði. Á efri hæðum verða svo glæsilegar íbúðir af ýmsum stærðum.

Skóflustungan verður tekin kl. 18.05 á morgun, þriðjudag.

Búið er að girða svæðið af og jarðvegsframkvæmdir fara að hefjast.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2