Fyllt að Norðurbakkabryggjunni

Jarðvegurinn er fluttur frá Óseyrarbryggju að Norðurbakka með pramma.

Framkvæmdir eru hafnar við að fylla að gamla stálþilinu við Norðurbakka en ekki er langt síðan ráðist var í nokkuð umfangsmiklar viðgerðir á því en þá var jarðvegi bætt á botninn framan við þilið.

Nú hefur verið ákveðið að setja grjótvörn framan við bakkann á sama hátt og er á nær allri strandlengjunni. Pramminn Selur 1 siglir með grófan jarðveg frá Óseyrarbryggju og að Norðurbakkanum þar sem honum er sleppt upp við bakkann.

Pramminn við Óseyrarbryggju.

Þegar hæfilega hefur verið sett að þessum jarðvegi verður stórgrýti hlaðið upp eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Væntanlegt útlit eftir að grjótgarðurinn hefur verið gerður.
Horft frá Óseyrarbryggju að Norðurbakka.

Lengi hefur verið beðið eftir frágangi á Norðurbakkanum þar sem er mikil umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi fólks. Er mikið af pollum á bryggjunni og oft hættulegt vegna hálku auk þess sem svæðið hefur ekki verið mjög vistlegt.

Selur 1 flytur efnið að Norðurbakka.

Verktakafyrirtækið Hagtak sér um fyllingar og grjótvörn og verður mest allt efni flutti á pramma sjóleiðina frá Óseyrarbryggju að Norðurbakka

Í júni verður hafist handa við að ganga frá yfirborði með göngustígum, lýsingu og gróðri.

Ummæli

Ummæli