Fundur fólksins í og við Norræna húsið föstudag og laugardag

tveggja daga hátíð um samfélagsmál og stjórnmál haldin 2. og 3. september

Fundur fólksins er viðburður sem haldinn er í og við Norræna húsið um næstu helgi þegar ráðamenn hitta þjóðina á samfélags – og stjórnmálahátíð við Norræna húsið. Slegið verður upp tjaldbúðum þar sem hin ýmsu félagasamtök, stjórnmálaflokkar, stofnanir og fyrirtæki verða með starfsemi og þjóðþekktir einstaklingar stjórna sjóðheitum umræðum. Hátíðin er vettvangur til að virkja lýðræðið og brúa bilið milli stjórnmálamanna og fólksins í landinu. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði og skemmtilegar uppákomur.

Meðal þeirra sem verða á Fundi fólksins eru Mannvirkjastofnun, Siðfræðistofnun H.I., Fjölmiðlanefnd, Rödd Náttúrunnar, Persónuvernd, stjórnmálaflokkarnir, fjölmiðlar, Neytendasamtökin og fl.

Umfangsmikla dagskrá má sjá hér

Sjá nánar á heimasíðu hátíðarinnar og á Facebook

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here