Fulltrúi Miðflokksins vill að tekjutengdur afsláttur á fasteignaskatti verði óháður aldri

Hafnarfjarðarbær hefur ekki í frá 2014 svarað ósk um að aldursviðmiðið verði þegar fólk fer á eftirlaun

Hafnarfjörður, Hvammar, Jófríðarstaðir

Fulltrúi Miðflokksins í bæjarráði, Sigurður Þ. Ragnarsson lagði til á fundi ráðsins í gær að afsláttur fasteignaskatts til tekjulágra einstaklinga eða fjölskyldna á komandi fjárhagsári verið óháður aldri.

Lagði hann til að tekjulágir einstaklingar og fjölskyldur sem falla innan sömu tekjuviðmiða og elli- og örorkulífeyrisþega-, njóti sama afsláttar af fasteignaskatti frá og með næsta fjárhagsári, 2021.

Sigurður Þ. Ragnarsson oddviti Miðflokksins

Segir Sigurður að tilgangur afsláttar af tekjutengdum afslætti fasteignaskatts til elli- og örorkulífeyrisþega sé að létta undir með þeim sem við hvað lökust afkomukjör búa. „Ekki verður annað séð en að fólk í sem býr við sambærilegar tekjur og elli- og örorkulífeyrisþegar og eiga íbúðarhússnæði sem það býr í sjálft búi við sambærilega kröpp kjör enda þótt það tilheyri ekki áðurnefndum viðmiðunarhópum, þ.e. elli- og örorkulífeyrisþegum. Því er það rökfræðilega eðlilegt að tekjulágum sé ekki mismunaði með þeim hætti sem tíðkast hefur,“ segir Sigurður í greinargerð með tillögunni.

Lagði hann til  að tillögunni yrði vísað til fjármálasviðs til kostnaðargreiningar og samþykkti bæjarráð að óska eftir umsögn bæjarlögmanns.

Tillögu svipaðs eðlis hefur ekki verið svarað af Hafnarfjarðarbæ

Ómar Smári Ármannsson, fv. aðstoðaryfirlögregluþjónn og bæjarfulltrúi, hefur frá 2014 send erindi til Hafnarfjarðarbæjar þar sem hann bendir á að það sé óréttlátt að miða við 67 ára eftirlaunaaldur þar sem misjafnt sé hvenær fólk fari á eftirlaun. Bendir hann t.d. á að lögreglumenn séu í raun skikkaðir á eftirlaun 65 ára.

Þrátt fyrir yfirlýsta stefnu Hafnarfjarðarbæjar og núverandi meirihluta að erindum sé svarað hratt og örugglega hefur Ómar Smári engin svör fengið enn frá Hafnarfjarðarbæ.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here