Frjálsíþróttakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir og knattspyrnumaðurinn Davíð Þór Viðarsson íþróttamenn FH

Í fyrsta sinn sem FH útnefnir bæði íþróttakonu og íþróttakarl ársins

Arna Stefanía Guðmundsdóttir íþróttakona FH 2016 og Guðrún Bjarney Bjarnadóttir móðir Davíðs Þórs Viðarssonar íþróttakarls FH 2016
Arna Stefanía Guðmundsdóttir íþrótakona FH 2016
Arna Stefanía Guðmundsdóttir íþrótakona FH 2016

Frjálsíþróttakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir var útnefnd íþróttakona FH á hátíð sem haldin var í dag, gamlársdag. Er þetta í fyrsta sinn sem FH útnefnir íþróttakona og íþróttakarl en áður hefur félagið útnefnt íþróttamann ársins.

Aðrar konur sem tilefndar voru:

  • Birna Íris Helgadóttir handknattleiksdeild
  • Jeanette J. Williams knattspyrnudeild
  • Aldís Edda Ingvarsdóttir skylmingadeild
Davíð Þór Viðarsson
Davíð Þór Viðarsson

Davíð Þór Viðarsson knattspyrnumaður var svo útnefndur íþróttakarl FH en móðir hans tók við verðlaununum í fjarveru hans.

Aðrir karla sem tilnefndir voru:

  • Hilmar Örn Jónsson frjálsíþróttadeild
  • Einar Rafn Eiðsson handknattleiksdeild
  • Guðjón Ragnar Brynjarsson skylmingadeild
Tilefndir íþróttamenn FH 2016
Tilefndir íþróttamenn FH 2016 ásamt formanni FH og fv. formönnum

Afhent úr minningarsjóði

Á hátíðinni í Kaplakrika var af­hent úr íþrótta- og af­reks­sjóði til minn­ing­ar um Hrafn­kel Kristjáns­son íþróttaf­rétta­mann sem lést í bíl­slysi árið 2009.

Þetta var sjötta árið í röð sem sjóður­inn styrk­ir deild­ir fé­lags­ins, en í þetta skiptið var 7. og 8. flokkur í knattspyrnu styrktur með sérmerktum hlýjum húfum sem leikmennirnir geta notað á æfingum á veturna.

Hrafn­kell var upp­al­inn FH-ing­ur og spilaði fjölda meist­ara­flokks­leikja með FH.

fh_ithrottamenn02

fh_ithrottamenn02

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here