fbpx
Fimmtudagur, mars 28, 2024
HeimFréttirFrjálsíþróttakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir og knattspyrnumaðurinn Davíð Þór Viðarsson íþróttamenn FH

Frjálsíþróttakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir og knattspyrnumaðurinn Davíð Þór Viðarsson íþróttamenn FH

Í fyrsta sinn sem FH útnefnir bæði íþróttakonu og íþróttakarl ársins

Arna Stefanía Guðmundsdóttir íþrótakona FH 2016
Arna Stefanía Guðmundsdóttir íþrótakona FH 2016

Frjálsíþróttakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir var útnefnd íþróttakona FH á hátíð sem haldin var í dag, gamlársdag. Er þetta í fyrsta sinn sem FH útnefnir íþróttakona og íþróttakarl en áður hefur félagið útnefnt íþróttamann ársins.

Aðrar konur sem tilefndar voru:

  • Birna Íris Helgadóttir handknattleiksdeild
  • Jeanette J. Williams knattspyrnudeild
  • Aldís Edda Ingvarsdóttir skylmingadeild
Davíð Þór Viðarsson
Davíð Þór Viðarsson

Davíð Þór Viðarsson knattspyrnumaður var svo útnefndur íþróttakarl FH en móðir hans tók við verðlaununum í fjarveru hans.

Aðrir karla sem tilnefndir voru:

  • Hilmar Örn Jónsson frjálsíþróttadeild
  • Einar Rafn Eiðsson handknattleiksdeild
  • Guðjón Ragnar Brynjarsson skylmingadeild
Tilefndir íþróttamenn FH 2016
Tilefndir íþróttamenn FH 2016 ásamt formanni FH og fv. formönnum

Afhent úr minningarsjóði

Á hátíðinni í Kaplakrika var af­hent úr íþrótta- og af­reks­sjóði til minn­ing­ar um Hrafn­kel Kristjáns­son íþróttaf­rétta­mann sem lést í bíl­slysi árið 2009.

Þetta var sjötta árið í röð sem sjóður­inn styrk­ir deild­ir fé­lags­ins, en í þetta skiptið var 7. og 8. flokkur í knattspyrnu styrktur með sérmerktum hlýjum húfum sem leikmennirnir geta notað á æfingum á veturna.

Hrafn­kell var upp­al­inn FH-ing­ur og spilaði fjölda meist­ara­flokks­leikja með FH.

fh_ithrottamenn02

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2