fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimFréttirFólksbíll brann við Lónsbraut í nótt

Fólksbíll brann við Lónsbraut í nótt

Bíllinn algjörlega ónýtur

Sjá má að V er fremsti stafurinn á númeraplötunni
Sjá má að V er fremsti stafurinn á númeraplötunni

Fólkbíll brann við Lónsbraut í nótt og er gjörónýtur. Allt brann sem brunnið gat ef frá eru skildar leyfar af dekkjum á annarri hlið bílsins. Álfelgur bílsins bráðnuðu, svo mikill var hitinn en þegar slökkviliðið kom á staðinn á sjötta tímanum í morgun var bíllinn alelda.

Flest lýtur út fyrir að kveikt hafi verið í bílnum en hann stendur utan við veg innst á Lónsbrautinni. Bíllinn var á númerum og mátti greina bókstafinn V fremst í númerinu sem var fast við jörðina með bráðinn stuðara og fleira ofan á.

bill_brennur3
Dekki brunnið og mest af felgunni hefur bráðnað

bill_brennur2

bill_brennur5

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2