fbpx
Mánudagur, október 7, 2024
HeimFréttirFlórgoðinn kominn á Hvaleyrarvatn

Flórgoðinn kominn á Hvaleyrarvatn

Hafið hunda í bandi og varist að styggja fuglinn

Flórgoðapar er mætt á Hvaleyrarvatn til að útbúa sér hreiður við suð-vestur hluta vatnsins.

Mikilvægt er að styggja ekki fuglinn og hundar verða vera í bandi eins og skylda er við vatnið.

Dæmigerður staður þar sem flórgoðinn vill verpa. – Ljósmynd: Ómar Smári Ármannsson.

Flórgoðinn hefur verpt við vatnið áður en í fyrra varð fuglinn greinilega fyrir truflunum og hvarf að hreiðsi sínu.

Ómar Smári Ármannsson hefur fylgst náið með flórgoðavarpinu og hefur m.a. útbúið fljótandi hreiðurstæði sem fuglinn hefur nýtt.

„Hreiðrið er fljótandi pallur, gerður úr rotnandi gróðri og festur við stöngla, oftast í breiðum af ljósastör, fergini eða öðrum vatnagróðri,“ segir á vef Náttúruminjasafns Íslands.

Flórgoðinn á Hvaleyrarvatni 22. apríl 2024. – Ljósmynd: Ómar Smári Ármansson

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2