Fjóluhlíð er stjörnugata ársins – MYNDIR

Verðlaunin Snyrtileikinn voru afhent nýlega

Útvaldir fengu viðurkenningarspjöld

Veittar voru viðurkenningar fyrir snyrtileika við hátíðlega athöfn í Hafnarfirði sl. fimmtudag.

Fjóluhlíð 5-17 og 6-18 er stjörnugata ársins

Íbúar við Fjóluhlíð fögnuðu.

Snyrtileg falleg gata í Setberginu með húsabyggð frá árunum 1998-2000. Þessi gata hefur verið falleg um árabil eins og svo margar götur í Setbergshlíðinni. Samstaða íbúa götunnar er mjög sýnileg sem endurspeglast í hreinum og snyrtilegum görðum og fallegum jólaljósum á aðventunni. Gróðurinn er fjölbreyttur og öll götumynd virkilega falleg þar sem gamla góða hekkið stendur vel fyrir sínu. Það er ekki sjálfgefið að íbúar standi svo vel saman og fá íbúar hrós fyrir samstöðuna og fyrir þá hvatningu sem þeir gefa öðrum.