fbpx
Miðvikudagur, febrúar 21, 2024
HeimFréttirFjölmenni á hátíð sjómannadagsins í Hafnarfirði - Myndasyrpa

Fjölmenni á hátíð sjómannadagsins í Hafnarfirði – Myndasyrpa

Myndasyrpa fylgir fréttinni

Veðrið lék við bæjarbúa á sjómannadeginum í Hafnarfirði og mjög fjölmennt var á hafnarsvæðinu enda margt í boði.

Hátíðin hófst um morguninn með því að lagður var blómsveigur að minnismerki um horfna sjómenn og síðan var sjómannamessa í Hafnarfjarðarkirkju.

Þó hátíðin væri ekki formlega sett fyrr en kl. 14, hófst mikil dagskrá strax kl. 13 með tónlist, þrautabrautum og fl. auk þess sem róðrarkeppnin hófst þá.

Að þessu sinni tóku fjögur lið þátt, tvö kvennalið, lið Hlaupahóps FH og lið siglingaklúbbsins Þyts og tvö karlalið, Stefnir united, eitt sigursælasta lið sjómannadagsins, og lið skólans Nú sem tefldi fram yngsta liðinu, unglingaliði.

Kvennaliðin háðu harða keppni.

Keppni var nokkuð jöfn í kvennaflokknum en það var lið Þyts sem sigraði þó nokkuð örugglega. Mikill getumunur var á liðunum í karlakeppninni, ungu nýliðarnir úr Nú áttu enga möguleika í hið öfluga og reynda lið Stefnis united sem sigraði með miklum mun. En umfram allt skemmdu ræðararnir sér vel og voru ánægðir með þátttökuna.

Lið Stefnis Unitet og lið siglingaklúbbsins Þyts.

Hafrannsóknarstofnun var með öfluga dagskrá, stóra sýningu á ýmsum fiskum sem komið hafa úr sjó sem vakti mikla athygli. Þá var opið hús hjá stofnuninni þar sem sjá mátti kynningu á kvörnum og aldurslestri fiska auk þess sem hægt var að skoða dýrasvif í návígi.

Mikill áhugi var fyrir fiskasýningu Hafrannsóknarstofnunar.

Þrír sjómenn voru heiðraðir, þeir Ólafur F. Ólafsson skipstjóri, Vigús Björgvinsson sjómaður og Örn Ólafsson vélstjóri.

Vigfús Björgvinsson, Ólafur F. Ólafsson og Örn Ólafsson, ásamt eiginkonum sínum.

Annars var fjölmargt í boði og börn sem léku sér að því að stökkva í sjóinn vöktu mikla athygli og yngstu börnin fengu að renna sér í björgunarstól. Fólk fylgdist með keppninni Sterkasti maður Íslands og Siglingaklúbburinn Þytur var með kynningu á sínu starfi of fjölmargir prófuðu að sigla á kajak.

Léttasti steinninn var alls ekkert léttur

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR vakti mikla athygli er áhöfn hennar „bjargaði” tveimur björgunarsveitarmönnum úr sjónum. Greinilega þaulvanir menn að verki þar.

Sigmaðurinn gefur merki um að það megi hífa

Greinilegt var að bæjarbúar og aðrir gestir nutu veðurblíðunnar, hittu mann og annan og skemmtu sér við góða dagskrá. Hraunprýði seldi kaffi og vöfflur og Kænan bauð upp á sitt árlega kaffihlaðborð og allir fóru ánægðir heim.

Myndasyrpa

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2