fbpx
Laugardagur, júlí 13, 2024
HeimFréttirFjögurra mánaða töf á svörum skýrð með rannsóknarskyldu stjórnvalda

Fjögurra mánaða töf á svörum skýrð með rannsóknarskyldu stjórnvalda

Svar við fyrirspurn Fjarðarfrétta til mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá 13. október 2020 barst loks 26. febrúar 2021 eftir nokkrar ítrekanir og loks opinberlega áskorun í frétt.

Spurt var, í tilefni fréttar á vef ráðuneytisins um úthlutun til fjölmiðla úr byggðaáætlun, hvernig á því standi að fjölmiðill á höfuðborgarsvæðinu hafi fengið úthlutuðum styrknum.

Ætla mætti að þetta væri einföld spurning en svo reyndist ekki vera og og 20. nóvember barst t.d. svar, eftir ítrekun: „..ég biðst forláts á þeim töfum sem orðið hafa á svari við fyrirspurn þinni. Enn er unnið að þessu máli og komið hefur í ljós að á því eru margar hliðar sem þarfnast nánari skoðunar. Þú mátt eiga von á ítarlegri skýringum frá okkur og vonast ég til að þær berist þér hið fyrsta.“

Enn liðu nokkrir mánuðir þar til svar barst:

„Styrkur úr byggðaáætlun hefur verið afturkallaður vegna mistaka af hálfu ráðuneytisins við vinnslu umsókna um styrki til staðbundinna fjölmiðla.

Síðastliðið haust var úthlutað styrk úr byggðaáætlun til fjölmiðils innan höfuðborgarsvæðisins.

Ákvörðun um úthlutun grundvallaðist á misvísandi upplýsingum sem veittar voru af einstaka umsækjendum, þar sem merkt var við að um væri að ræða staðbundinn fjölmiðil utan höfuðborgarsvæðisins.

Ákveðið var að afturkalla styrkinn þar sem umsækjandi gæti ekki haft réttmætar væntingar til úthlutunar styrksins í ljósi þeirra skilyrða sem komu fram í auglýsingu.“

Tafir skýrðar á rannsóknarskyldu

Þegar spurst var út í hinar margar hliðar á málinu úr fyrra svari var því til svarað að „töf á svörum og hinar mörgu hliðar málsins sem ég vísaði til í fyrra bréfi skýrast af rannsóknaskyldu stjórnvalda þegar ábendingar sem þínar berast og mikilvægis þess að ávallt gætt sé að andmælarétti aðila málsins.

Mistök við afgreiðslu og misvísandi upplýsingar umsækjanda

Staðfest var að mistök voru gerð af hálfu ráðuneytisins við vinnslu umsókna sem rekja mátti til misvísandi upplýsinga sem veittar voru af þessum umsækjenda.

Styrkurinn sem veittur var Bjartri útgáfu ehf. sem gefur út Hafnfirðing, hefur verið afturkallaður vegna þessa.

Hefur útgefandi Hafnfirðings, í blaðaviðtali upplýst að hakað hafi verið í vitlausan reit.

Hér má sjá hluta úr umsókninni þar sem hægt var að haka við reit til að sækja um styrk úr byggðaáætlun.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2