fbpx
Þriðjudagur, apríl 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirFjögur Íslandsmet Hrafnhildar í sundi

Fjögur Íslandsmet Hrafnhildar í sundi

Keppir á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 m laug í Kanada

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sunddrottning úr SH setur þessa dagana hvert Íslandsmetið á fætur öðru á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 m laug í Kanada.

Hún komst í dag í undanúrslit í 100 m bringusundi á nýju Íslandsmeti, 1:06,06 mínútu og bætti eigið met um 6/100 úr sekúndu.

Hrafnhildur var einnig í boðsundssveit Íslands sem setti landsmet í 4×50 m fjórsundi í 25 m laug. Varð sveitin í 16. sæti á 1:43,84 mín. Með Hrafnhildi syntu Aron Örn Stefánsson, Bryndís Rún Hansen og Davíð Hildeberg Aðalsteinsdóttir. Þá var hún einnig í kvennasveit Íslands sem setti landsmet í 4×50 m fjórsundi sem bætti 12 ára gamalt met hressilega og synti á 1:49,41 mín en gamla metið var 1:57,06 mín. Bryndís Hansen, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir vor með Hrafnhildi í sveitinn.

Hrafnhildur hóf mótið á þriðjudag á Íslandsmeti í 50 m bringusundi er hún synti á 30,64 sekúndum og bætti eigið met um 0,03 sekúndur. Daginn eftir bætti hún svo Íslandsmetið og synti á 30,47 sek. sem komst þó ekki áfram og endaði í 14. sæti.

Í gær setti hún Íslandsmet í 100 m fjórsundi á 1:00,31 mín og lenti í 11. sæti en komst ekki áfram.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2