fbpx
Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimFréttirFH sigraði Hauka og Aftureldingu

FH sigraði Hauka og Aftureldingu

FH sigraði á Flugfélags Íslands mótinu í handbolta

Karlalið FH í handbolta sigraði efsta liðið í úrvalsdeildinni, Aftureldingu, með 12 marka mun í úrslitaleik Flugfélags Íslands mótsins í handbolta en mótið er milli þeirra liða sem eru í fjórum efstu sætunum í úrvalsdeildinni.

Venjulega hefur verið leikið í Íþróttahúsinu við Strandgötu en vegna viðurkenningarhátíðar þar var það ekki hægt og í staðinn leikið á Seltjarnarnesi.

Það var mikil synd því Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar mættust í fyrsta leiknum og var leikurinn gríðarlega jafn og spennandi eins og síðasti leikur liðanna í deildinni sem Haukar unnu með einu marki. En nú voru það FH-ingar sem hömpuðu 25-24 sigri og léku því til úrslita við Aftureldingu.

Þar var aldrei spurning hvoru megin sigurinn lenti, FH-ingarnir voru einfaldlega miklu betri, ekki síst í varnarleiknum og sigruðu 32-20.

Kvennlið Hauka keppti einnig í sama móti og tapaði stórt gegn Stjörnunni, 24-36 en Fram sigraði svo Stjörnuna í úrslitaleik 23-22.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2