fbpx
Sunnudagur, desember 3, 2023
HeimFréttirFH og Selfoss skildu jöfn eftir háspennuleik - MYNDIR

FH og Selfoss skildu jöfn eftir háspennuleik – MYNDIR

FH missti niður 7 marka forystu

FH mætti Selfossi í 1. deild kvenna í handbolta í dag. Leikurinn var mjög jafn í upphafi en FH-ingar voru þó alltaf með forystuna. Þegar leið á leikinn juku FH forystuna og náðu mest fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 16-13 fyrir FH.

Fanney Þóra skoraði 8 mörk fyrir FH

Selfyssingar skoruðu fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks og minnkuðu muninn niður í eitt mark, FH-ingar voru þá fljótar að svara og náðu 7-1 kafla og sjö marka forystu í stöðunni 23-16.

En þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum náðu Selfyssingar 6-1 kafla og jöfnuðu leikinn, 26-26.  Spennan var þá gífurleg en Selfyssingar skoruðu síðan síðasta markið á 58. mínútu og endaði leikurinn 28-28.

FH er á toppnum í 1. deild kvenna, með 27 stig eftir 17 leiki en Selfoss er í öðru sæti með 24 stig en á þrjá leiki til góða á FH.

Mörk FH:

 • Fanney Þóra Þórsdóttir – 8 mörk
 • Hildur Guðjónsdóttir – 8 mörk
 • Emilía Ósk Steinarsdóttir – 3 mörk
 • Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir – 3 mörk
 • Ivaana Mencke – 3 mörk
 • Bryndís Pálmadóttir – 1 mark
 • Emma Havin Sardarsdóttir – 1 mark
 • Sigrún Jóhannsdóttir – 1 mark

Mörk Selfoss:

 • Tinna Sigurrós Traustadóttir – 14 mörk
 • Roberta Strope – 5 mörk
 • Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir – 3 mörk
 • Emilía Ýr Kjartansdóttir – 3 mörk
 • Elín Krista Sigurðardóttir – 1 mark
 • Katla Björg Ómarsdóttir – 1 mark
 • Tinna Soffía Traustadóttir – 1 mark

 

Ummæli

Ummæli

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2