FH-ingar sigursælastir á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson með flest verðlaun

Sigurlið FH á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Ljósmynd: Guðmundur Ragnar Guðmundsson.
Hilda Steinunn Egilsdóttir (16) varð Íslandsmeistari í stangarstökki, stökk 3,32 m
Hilda Steinunn Egilsdóttir (16) varð Íslandsmeistari í stangarstökki, stökk 3,32 m. Ljósm: Kristina Andersson.

Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum lauk í dag á Akureyri. FH-ingar voru í miklum ham og fengu 32 verðlaun, 17 gull, 11 silfur og 4 brons. ÍR kom næst á eftir með 14 gull, 9 silfur og 5 brons.

FH fékk 37.450 stig, ÍR fékk 32.238 stig og Breiðablik fékk 16.847 stig.

FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir fékk flest gullverðlaun á mótinu, fimm. Hún sigraði í 200 m hlaupi, 400 m hlaupi, 100 m grindahlaupi og var í sigursveit FH í 4×400 m boðhlaupi kvenna þar sem sveitin vann með miklum yfirburðum, var rúmum 15 sekúndum á undan sveit ÍR. Þá var hún í sigursveit FH í 4×100 m hlaupi kvenna.

Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH fékk flest gullverðlaun karla, fjögur samtals, í 100 m hlaupi, 200 m hlaupi og var í sigursveit FH í 4×100 m og 4×400 m boðhlaupi karla.

Öll úrslit má sjá HÉR.

Gullverðlaun FH-inga:

Nafngreinúrslit
Arna Stefanía Guðmundsdóttir200 metra hlaup kvenna24,21
Arna Stefanía Guðmundsdóttir400 metra hlaup kvenna53,91
Arna Stefanía Guðmundsdóttir100 metra grind (84 cm) kvenna13,86
Guðmundur Heiðar Guðmundsson110 metra grind (106,7 cm) karla15,16
Hilda Steinunn EgilsdóttirStangarstökk kvenna3,32
Hilmar Örn JónssonSleggjukast (7,26 kg) karla68,33
Kolbeinn Höður Gunnarsson100 metra hlaup karla - Úrslit10,61
Kolbeinn Höður Gunnarsson200 metra hlaup karla - Úrslit21,48
Kormákur Ari Hafliðason400 metra hlaup karla50,30
María Rún GunnlaugsdóttirHástökk kvenna1,66
Örn DavíðssonHástökk karla1,93
Örn DavíðssonSpjótkast (800 gr) karla63,22
Vigdís JónsdóttirSleggjukast (4,0 kg) kvenna57,11
A sveit FH4x100 metra boðhlaup kvenna47,35
A sveit FH4x100 metra boðhlaup karla42,40
Sveit FH4x400 metra boðhlaup kvenna3:56,06
Sveit FH4x400 metra boðhlaup karla3:27,88

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here