fbpx
Þriðjudagur, júní 25, 2024
HeimFréttirFH fær bandarískan markaskorara frá ÍA

FH fær bandarískan markaskorara frá ÍA

Megan Dunnigan gegnur til liðs við kvennalið FH í knattspyrnu

Bandaríska stúlkan Megan Lea Dunnigan hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild FH og mun spila með liðinu næsta sumar í úrvalsdeildinni.

Hún hefur undanfarin tvö ár spilað með ÍA á Akranesi en hún var markahæsti leikmaður liðsins í úrvalsdeildinni með 6 mörk.

“Megan er gríðarlega fjölhæfur og öflugur leikmaður sem getur leyst flestar stöður á vellinum. Það er FH því mikið fagnaðarefni að hún skuli hafa ákveðið að ganga til liðs við félagið,” segir í tilkynningu frá meistaraflokki kvenna hjá FH.

Megan er 23 ára og frá Round Rock í Texas í Bandaríkjunum.

Skemmtileg frásögn Megan á Youtube

Áður hafa þær Lindsey Harris markvörður og Caroline Murray kantmaður skrifað undir samninga við FH um að spila með meistaraflokki kvenna næsta sumar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2