FH fær bandarískan markaskorara frá ÍA

Megan Dunnigan gegnur til liðs við kvennalið FH í knattspyrnu

Megan Dunnigan skrifar undir samninginn í Texas

Bandaríska stúlkan Megan Lea Dunnigan hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild FH og mun spila með liðinu næsta sumar í úrvalsdeildinni.

Hún hefur undanfarin tvö ár spilað með ÍA á Akranesi en hún var markahæsti leikmaður liðsins í úrvalsdeildinni með 6 mörk.

“Megan er gríðarlega fjölhæfur og öflugur leikmaður sem getur leyst flestar stöður á vellinum. Það er FH því mikið fagnaðarefni að hún skuli hafa ákveðið að ganga til liðs við félagið,” segir í tilkynningu frá meistaraflokki kvenna hjá FH.

Megan er 23 ára og frá Round Rock í Texas í Bandaríkjunum.

Skemmtileg frásögn Megan á Youtube

Áður hafa þær Lindsey Harris markvörður og Caroline Murray kantmaður skrifað undir samninga við FH um að spila með meistaraflokki kvenna næsta sumar.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here