FH á 7 keppendur á Norðurlandamóti unglinga 19 ára og yngri sem hefst í Kaplakrika kl. 12.45 í dag. Þau eru:
Daníel Einar Hauksson FH í 1500 m hlaupi
Gylfi Ingvar Gylfason FH í 4×100 m boðhlaupi
Hilda Steinunn Egilsdóttir FH í stangarstökki
Kormákur Ari Hafliðason FH í 400 m, 4×100 m, 4×400 m hlaupi
Mímir Sigurðsson FH í kringlukasti
Tómas Gunnar Gunnarsson Smith FH í kúluvarpi
Þórdís Eva Steinsdóttir FH í 400 m, 4×100 m, 4×400 m hlaupi.
Strax kl. 13.45 keppir hin efnilega Þórdís Eva Steinsdóttir í 400 m hlaup en búast má við að hún blandi sér í keppni um verðlaunasæti.
Frítt er inn á völlinn og eru áhorfendur velkomnir í Kaplakrika. Síðasta keppnisgrein hefst kl. 13.10 á sunnudag.