Fagnaðarerindið á fullt erindi núna

Sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Jónína Ólafsdóttir prestar í hafnarfjarðarkirkju í viðtali.

Sr. Jónína Ólafsdóttir og sr. Jón Helgi Þórarinsson.

Jón Helgi Þórarinsson og Jónína Ólafsdóttir eru prestar Hafnar­fjarðar­kirkju en Jónína var ráðin sem sóknar­prestur kirkjunnar 1. mars sl. eftir að hafa verið þar prestur í eitt ár. Áður hafði hún verið skipuð afleysingaprestur á Dalvík.

Blaðamaður Fjarðarfrétta hitti þau Jón Helga og Jónínu í Hafnar­fjarðar­kirkju og forvitnaðist um þau og kirkjustarfið.

Sterkar tengingar

„Ég fæddist á Borgarfirði eystri þar sem pabbi minn var skólastjóri um tíma. Þetta var 1984 og Jón Helgi, sem þá hafði sótt um sem prestur á Dalvík, kom í heimsókn til þeirra en mamma var þá í raun að bíða eftir að ég fæddist. Og þetta barn sem svo fæddist varð síðar prestur á Dalvík,“ segir Jónína og hlær.

Jón Helgi og faðir Jónínu voru sam­stúdentar og bekkjarfélagar til margra ári. Árið 1983 var Jón Helgi ráðinn sem prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og var í um eitt ár þar á undan sr. Einari Eyjólfssyni. En sótti svo um á Dalvík og fékk stöðu þar sumarið 1984.

„Við erum af sitt hvorri kynslóðinni, sem er ákveðinn kostur, karl og kona, og ég get bara sagt það svo allir heyri að ég hef aldrei átt jafn góðan sam­starfsmann og Jón. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af samstarfs­örðug­leikum.“

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here