fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimFréttirErlendum ríkisborgurum fjölgaði í Hafnarfirði en Íslendingum fækkaði!

Erlendum ríkisborgurum fjölgaði í Hafnarfirði en Íslendingum fækkaði!

Meðalaldur þjóðarinnar fer hratt hækkandi

Í árslok 2019 voru íbúar í Hafnarfirði 30.000 skv. ársfjórðungstölum Hagstofunnar. Hafði þeim þá fjölgað um 0,7% árinu. Mestu munar um fjölgun erlendra ríkisborga sem voru 3.440 í árslok og hafði fjölgað um 8,5%.

Það vekur athygli að íslenskum ríkisborgurum fækkaði um 50 árinu en hafa ber í huga að tölur Hagstofunnar eru námundaðar að næsta tug.

Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgum í Garðabæ um 530 og í Kópavogi um 550.

Erlendir ríkisborgarar 11,5% Hafnfirðinga

Eru erlendir ríkisborgar því 11,5% af íbúafjölda Hafnarfjarðar en voru 10,6% fyrir ári síðan.

Í Garðabæ er hlutfallið 4,8% og í Kópavogi 10.7%.

Meðalaldur Íslendinga hefur hækkað um 3,5 ár frá aldamótum

Í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag kemur einnig fram að meðalaldur þjóðarinnar fer hækkandi og er í dag 38,1 ár en var árið 2000 34,6 og hefur því hækkað um 3,5 ár sem samsvarar 10,1%.

Til gamans má geta að meðalaldur þjóðarinnar var 28,1 ár árið 1900 og hefur því hækkað um 10 ár á tuttugustu öldinni. Því má sjá að meðalaldur þjóðarinnar hækkar hraðar nú en áður.

Fjöldi íbúa á Íslandi um áramót var 356.991 og hafði fjölgað um 8.541 eða um tæp 2,5%.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2