Erla Sigríður skipuð skólameistari Flensborgarskólans til fimm ára

Erla Sigríður Ragnarsdóttir

Erla Sigríður Ragnarsdóttir hefur verið skipuð skólameistari Flensborgarskólans til fimm ára.

Erla hefur lokið námi í fjölmiðla- og stjórnmálafræði hjá University of Wisconsin–Stevens Point. Hún er með B.A. gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands, Cand.Mag. í sögu og stjórnmálafræði frá Háskólanum í Árósum, Dipl.Ed. í stjórnun og fræðslu frá Háskóla Íslands og MPA í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún lokið kennslufræði til kennsluréttinda á framhaldsskólastigi hjá Háskóla Íslands.

Erla Sigríður hefur starfað við Flensborgarskólann í Hafnarfirði frá árinu 2002. Fyrstu ár sín í skólanum starfaði hún sem sögukennari en frá 2011 hefur hún gegnt ýmsum stjórnunarstöðum innan skólans, þ.e. stöðu sviðsstjóra félagsgreina, mannauðsstjóra, aðstoðarskólameistara og setts skólameistar

Umsækjendur voru:

  • Ágústa Elín Ingþórsdóttir, fv. skólameistari.
  • Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, framhaldsskólakennari.
  • Einar Hreinsson, konrektor.
  • Elvar Smári Sævarsson, forstöðumaður.
  • Erla Sigríður Ragnarsdóttir, settur skólameistari.

Mennta- og barnamálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára í senn að fenginni umsögn skólanefndar.

Ummæli

Ummæli