fbpx
Laugardagur, október 5, 2024
HeimFréttirEr enn í lagi að hunsa gangandi vegfarendur? Djúpur skurður við gangbraut

Er enn í lagi að hunsa gangandi vegfarendur? Djúpur skurður við gangbraut

Hættulegur skurður þvert á gönguleið við Ásvallabraut

Þegar Ásvallabraut, sem tengir Skarðshlíð við Kaldárselsveg, var opnuð í október í fyrra sagði á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar að göngustígur lægi meðfram brautinni. Það var þó ekki rétt nema kannski að hluta en nú er aðeins hluti af göngu- og hjólastígnum tilbúinn með malbiki og enn ómerktur eins og reyndar Ásvallabrautin.

Þegar stór hópur hlaupara átti leið um Ásfjallið og stíginn ofan Áslands 3 í gær, komu þeir að Ásvallabrautinni og við þeim blasti djúpur og breiður skurður við gangbrautina yfir Ásvallabrautina. Engin viðvörun eða varnir voru við skurðinn norðanverðan og lítilfjörleg hindrun sunnanmegin.

Lítilfjörleg merking við skurðinn

Þarna hefði verið eðlilegt að hafa göngubrú yfir enda umferð um stíga í upplandinu stöðugt að aukast. Reyndar virðist fátítt að merktar séu hjáleiðir fyrir gangandi og hjólandi þegar unnið er að framkvæmdum sem er undarlegt þegar sífellt er verið að hvetja til umhverfisvænni ferðamáta. Þetta á líka við vegna framkvæmda við Ásvallabrautina í gegnum Skarðshlíðarhverfið sem er þó á ábyrgð annarra en skurðurinn meðfram Ásvallabrautinni.

Gangbrautin yfir Ásvallabrautina er merkt með gulum hring

Skv. merkingum má sjá að þarna er Landsnet að leggja Hnoðraholtslínu 1 sem jarðstreng en línan þarf að víkja vegna nýs byggingarlands, Áslands 4.

Þarna er girt með snúru þvert yfir stíginn en vegfarendum ekki vísað annað.

Hvergi er þó að finna kynningu á þessu verkefni á vef Landsnets eða á vef Hafnarfjarðarbæjar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2