Enn fækkar Hafnfirðingum

Horft yfir Skarðshlíð að Hamranesi

Skv. tölum Hagstofunnar heldur Hafnfirðingum áfram að fækka en stofnunin hefur birt ársfjórðungstölur sínar.

Skv. þeim eru Hafnfirðingar 29.670 en voru 29.970 fyrir ári síðan og náðu reyndar 30.000 íbúa markinu í lok árs 2019.

Í árslok 2020 voru íbúar Hafnarfjarðar 29.680 og skv. því hefur þeim fækkað um 10 en rétt er að geta þess að tölur Hagstofunnar eru nálgaðar í næsta tug.

Fækkun erlendra ríkisborgara aðeins lítið brot af fækkuninni

Erlendum ríkisborgurum fækkar og eru nú 3.410 en voru flestir 3.460 fyrir ári síðan og voru 3.420 um áramót.

Fækkunin á rúmu ári er því 330 íbúar og fækkun erlendra ríkisborgara er aðeins brot af því og engar haldgóðar skýringar eru á fækkuninni. Nýjar íbúðir hafa verið teknar í gagnið og væntanlega má búast við verulegri fjölgun þeirra á þessu ári með vonandi tilheyrandi íbúafjölgun.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here