fbpx
Sunnudagur, september 8, 2024
HeimFréttirEnginn slasaðist þegar mikill eldur kom upp í íbúðarými að Dalshrauni 15

Enginn slasaðist þegar mikill eldur kom upp í íbúðarými að Dalshrauni 15

Stórbruni í húsnæði sem leigt er út sem íbúðarrými, ofan við Húsasmiðjuna

Allt tiltækt slökkvilið var kallað til að Dalshrauni 15 á fjórða tímanum í dag en þá logaði mikill eldur á efri hæð hússins. Þarna var áður m.a. veislusalurinn Hraunholt og hefur húsnæðinu verið breytt í íbúðarrými. Eldurinn var í nyrðri hluta hússins og logaði út um glugga þegar að var komið. Vatni var dælt á eldinn frá nokkrum stöðum og slökkviliðsmenn rufu göt á þakið til að komast að eldinum sem var fyrst vestan megin í húsinu. Síðar logaði út um glugga, austan megin í húsinu en slökkviliðið náði fljótt að slökkva þann eld.

Mikill eldur var í húsnæðinu og gaus upp aftur

Fóru menn frá slökkviliðinu inn í húsnæði Húsasmiðjunnar, sem þar er undir en starfsmaður Húsasmiðjunnar taldi að þar væri mikið skemmt af vatni og reyk. Reykur virtist þó ekki vera næst inngangi verslunarinnar og enginn eldur komst í verslunina.

Fjórum mönnum var bjargað af svölum hússins skv. heimildum RÚV en ekki er vitað að neinn hafi slasast.

rbsh

Fjölmargir hafa misst heimili sitt í brunanum en húsnæðið er eitt fjölmargra sem leigt er út, ekki síst til erlendra starfsmanna en á samþykktri teikningu frá 2009 eru í húsnæðinu 5 litlar íbúðir og um 26 svefnpokapláss.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2