Frá og með 1. janúar sl. hafa afgreiðslur Ríkisskattstjóra á höfuðborgarsvæðinu verið sameinaðar í eina og engin þjónusta er lengur veitt í Hafnarfirði.
Öll almenn þjónusta sem og móttaka viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu er nú einungis að Laugavegi 166 í Reykjavík.
Auk þess er boðið upp á sjálfsafgreiðslu á þjónustuvef ríkisskattstjóra, netspjall við þjónustufulltrúa og þjónustuver í síma 442 1000.
Skrifstofu sýslumanns hefur líka verið lokað
Skrifstofu sýslumanns í Hafnarfirði hefur líka verið lokað og sýslumannsembættin sameinuð í eitt og er skrifstofa þess að Hlíðarsmára 1 í Kópavogi.