Sunnudagur, ágúst 17, 2025
target="_blank"
HeimFréttirEkki stendur til að opna Bláfjallaveg úr Hafnarfirði

Ekki stendur til að opna Bláfjallaveg úr Hafnarfirði

Áætlaður kostnaður við endurbyggingu vegarins er 2,5–3 milljarðar kr.

Ekki stendur til að opna Bláfjallaveg úr Hafnarfirði að sögn innviðaráðherra í svari við fyrirspurn frá Árna Rúnari Þorvaldssyni um uppbyggingu og opnun Bláfjallavegar.

Í svarinu kemur fram að frumdrög að endurbótum Bláfjallavegar hafi verið unnin 2023. Áætlaður kostnaður við endurbyggingu vegarins er sagður vera 2,5–3 milljarðar kr. miðað við verðlag í janúar 2025.

„Ekki er mögulegt að segja fyrir fram til um hvort sú útfærsla uppfylli öll viðmið varðandi vatnsvernd en framkvæmdin er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar. Auk framkvæmdaleyfis þarf jafnframt að sækja um leyfi til heilbrigðiseftirlitsins vegna framkvæmda á vatnsverndarsvæði. Þá er líklegt að gera þurfi breytingu á aðalskipulagi Kópavogsbæjar þar sem vegurinn er skráður sem lokaður vegur á skipulagi sveitarfélagsins,“ segir í svari innviðaráðherra.

Í svar við fyrirspurn um stefnu Vegagerðarinnar vegna Bláfjallavegar og hvort standi til að opna veginn á nýjan leik, segir ráðherra að ekki standi til að opna Bláfjallaveg að svo stöddu. Umfangsmiklar framkvæmdir þurfi til að tryggja umferðaröryggi á veginum og lágmarka hættu á umferðaróhöppum sem gætu haft áhrif á vatnsverndarsvæðið. „Þær framkvæmdir eru ekki á áætlun Vegagerðarinnar eins og er enda umfang framkvæmdanna það mikið að það yrði að gera sérstaklega ráð fyrir þeim á samgönguáætlun,“ segir í svarinu.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur lagt ríka áherslu á að vegurinn verði opnaður á ný svo þetta eru mikil vonbrigði.

Töluvert er um að stærri bílar aki fram hjá lokunum en lokunin er ekki á neinum sérstökum jarðfræðilegum stað, heldur var valið að fólk kæmist að Leiðarendahelli en fólk kemst hins vegar ekki að björgunarskýlinu við Selvogsgötu þó þar ætti ekki að vera hætta vegna vatnsverndar.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2