Dauð brandugla fannst við Tónlistarskólann

Náttúrfræðistofnun fær ugluna til nánari skoðunar.

Branduglan í grasi við Tónlistarskólann

Nemandi í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar kom að dauðri branduglu við gangstétt sunnan við skólann í gær.

Uglan fannst sunnan við skólann

Brandugla er eina uglan sem verpir að staðaldri hér á landi en hún verpir á láglendi í öllum landshlutum, þó síst á Vestfjörðum og Suðausturlandi en skv. upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun er varpstofninn talinn vera um 500 pör.

Uglan var um 33 cm á lengd.

Aðalfæða branduglu eru hagamýs en hún étur einnig smáfugla.

Branduglan sem fannst er um 33 cm á lengd en fullorðin brandugla er um 37-39 cm á lengd, vænghafið 95-110 cm og er hún um 320 g á þyngd.

Náttúrufræðistofnun mun fá ugluna til nánari skoðunar.

Ummæli

Ummæli