Danir aflýsa öllum mannamótum með yfir 1.000 þátttakendum

Danska ríkisstjórnin hefur skorað á skipuleggjendur samkomur með meira en 1.000 þátttakendum að fresta samkomunum eða fella niður.

Í Danmörku er vitað um 23 smitaða í dag sem er um 0,0004% þjóðarinnar á meðan hlutfall smitaðra á Íslandi er um 0,012%.

Hefur þetta mikil áhrif í Danmörku og m.a. fresta þarf tónleikum, íþróttaleikjum auk þess sem úrslitakeppni dönsku Evrópusöngvakeppninnar verður haldin án þeirra 10 þúsund gesta sem höfðu keypt miða á viðburðinn.

Engin slík tilmæli á Íslandi

Engin slík tilmæli hafa verið gefin út á Íslandi ennþá en á blaðamannafundi kom fram að aðeins sé tímaspursmál hvenær samkomubann verði sett á.

Fjölmörgum viðburðum hefur þó verið aflýst hér á landi.

Fylgjast má með þróun smits í heiminum hér.

 

 

Ummæli

Ummæli