Búi steinn í þriðja sæti Íslendinga í Reykjavíkurmaraþoni

Hafnfirðingur í 3. sæti í keppni til Íslandsmeistara í maraþoni

Þrír fremstu íslendingar í maraþoninu, Búi Steinn lengst til hægri.

Hafnfirðingurinn Búi Steinn Kárason átti þriðja besta tíma Íslendings í marþonhlaupi Reykjavíkurmaraþons í gær. Arnar Pétursson varð Íslandsmeistari og annar í hlaupinu. Sigurvegari var David Le Porho frá Kanada sem hljóp á 2,29.45 klst.

Búi Steinn hljóp á 3,13.26 klst. og í 36. sæti af öllum.

Fyrstu þrír íslensku karlarnir í maraþoni:

1. Arnar Pétusson, 2,33.15 klst.
2. Sigurjón Ernir Sturluson, 2,54.28 klst.
3. Búi Steinn Kárason, 3,13.26 klst.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here