Börnin fögnuðu vel hverjum fiski í dorgveiðikeppninni – Myndasyrpa

Fjölmennt var á flotbryggjunum.

Hin árlega dorgveiðikeppni 6-12 ára barna var haldin við Flensborgarhöfn í dag og stóð í eina klukkstund.

Dorgveiðikeppnin hefur verið ein sú fjölmennasta á landinu í mörg ár en öll börn á 6-12 ára voru velkomin en flest komu úr félagsmiðstöðvum í bænum.

Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sáu um gæslu á svæðinu og aðstoðuðu hina ungu veiðimenn og Siglingaklúbburinn Þytur sá um gæslu af sjó.

Keppt var í þremur flokkum – flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskur 2018.

Mikill spenningur var og voru aflabrögð misjöfn en nokkrir vænir kolar veiddust og smáfiskar, ufsi og þorskur. Börnin virtust þó una sér vel og samglöddust þeim sem fengu fisk á færið.

Ebba Katrín 9 ára veiddi alls 9 fiska og var aflahæst.
Í öðru og þriðja sæti urðu þau Emma Dís 8 ára og Starkaður 6 ára sem veiddu 5 fiska hvor.

Steinar Pálmi 6 ára veiddi stærsta fiskinn 315 gramma kola, en Steinar Pálmi kom alla leið úr Reykjavík til að taka þátt.

Starkaður, Emma Dís, Ebba Katrín og Steinar Pálmi unnu til verðlauna í dorgveiðikeppninni.

Þau Stella Björg Kristinsdóttir, fagstjóri frístundastarfs og forvarna hjá Hafnarfjarðarbæ og Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar afhentu verðlaunin og sögðu keppnina afar vel heppnaða og ánægjulegt að sjá svona marga taka þátt. Vindurinn hafi aðeins haft áhrif á keppendur, veiðarfæri hafi verið að flækjast en aflinn þokkalegur.

 

Ummæli

Ummæli