Bílvelta við álverið

Fólksbifreið fór út af Krýsuvíkurvegi og valt á móts við álverið í Straumsvík á tíunda tímanum á mánudagsmorg­unn. Virðist bifreiðin hafa verið að koma sunnan að ef marka má ummerki á staðnum og hefur því farið þvert yfir götuna og oltið fyrir utan veginn.

Nokkur viðbúnaður var á staðnum en ekki var þörf á að beita klippum.

Ökumaður á fertugsaldri komst sjálfur út úr bílum en var fluttur í burtu í sjúkrabíl en ekki er vitað um meiðsl hans.

Nokkur viðbúnaður var en ekki þurfti að beita klippum.

Ummæli

Ummæli