fbpx
Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimFréttirBarna- og unglingageðdeild fer ekki í St. Jósefsspítala

Barna- og unglingageðdeild fer ekki í St. Jósefsspítala

Allt of dýrt að gera húsnæðið klárt fyrir starfsemi BUGL

Landspítali hefur ákveðið að leysa húsnæðisvanda BUGL, Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans á núverandi stað meðan að lagfæringar hússins standa yfir.

Segir í tilkynningu til Hafnarfjarðarbæjar þann 30. ágúst sl. að það sem ræður mestu um þessa ákvörðun sé kostnaðaráætlun standsetningar á St Jósefsspítala sem var verulega hærri en vonir stóðu til.

Opið hús var í húsnæði spítalans sl. laugardag og var kallað eftir tillögum bæjarbúa um notkun á húsinu. Þó um þrjú ár séu liðin síðan húsið var tæmt eru engin áform um notkun hússins en við kaup á eignarhluti ríkisins á húsinu var gert samkomulag um að þar yrði starfsemi í samfélagsþjónustu gegn lægra kaupverði.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2