Bæjarstjórn ítrekar kröfur til heilbrigðisráðherra

Bæjarstjórn telur að heilbrigðisráðherra sé að svíkja gefin loforð

Bæjarstjóri virðist í dag ekki tilbúinn að klappa fyrir heilbrigðisráðherra.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ítrekaði á fundi sínum í gær kröfu sína um að farin verði leiguleiðin við endurbætur á gamla Sólvangi ellegar skipt yfir í 85/15% kostnaðarleiðina.

Í bókun bæjarstjórnar segir að heilbrigðisráðuneytið hafi samþykkt að 33 ný hjúkrunarrými verði í Hafnarfirði og sé sveitarfélagið að leita hagkvæmustu leiða til að koma þeim í notkun sem allra fyrst.

„Ef ráðuneytið telur fyrrgreindar leiðir við endurbætur ekki færar er óskað eftir því að ráðuneytið komi fram með útfærslu á fjármögnun endurbóta á húsnæði gamla Sólvangs en ljóst er að kostnaður við endurbætur hússins fyrir rýmin 33 er margfalt lægri en ef byggja þyrfti nýtt hjúkrunarheimili frá grunni.

Einnig er lögð áhersla á að heilbrigðisráðuneytið semji við rekstraraðila um rekstur 33 nýrra rýma í gamla Sólvangi.“

Heilbrigðisráðherra samþykkti erindi Hafnarfjarðarbæjar frá 2. janúar 2018 og heimilaði rekstur allt að 33 nýrra hjúkrunarrýma í gamla Sólvangshúsinu eftir að fyrirhugaðrar breytingar hafi verið gerðar á húsnæðinu. Kom þetta fram í bréfi frá ráðherra 3. október 2018.

Ráðherra telur það Hafnarfjarðarbæjar að sjá um reksturinn

Eftir fundarhöld í heilbrigðisráðuneytinu kom svo svar 4. desember sl. þar sem sagði m.a.: „Málið hefur nú verið skoðað hér í ráðuneytinu og niðurstaðan er sú að ekki er hægt að halda áfram með rekstrarform leiguleiðarinnar fyrir þessi 33 rými þar sem leiguleiðin var tímabundin ráðstöfun sem nú er lokið. Hins vegar er það Hafnarfjarðarbæjar að sjá um rekstur þessa nýju rýma og frjálst að fela það þriðja aðila, hvort sem það er núverandi rekstraraðili eða annar. Varðandi seinni spurninguna er það ljóst að ekki er hægt að fara aðra leið en þá sem þegur hefur verið hafin, þ.e. með aðkomu Framkvæmdasjóðs aldraðra, þar sem húsnæðið er í eigu sveitarfélagsins.”

Í bréfi bæjarstjóra til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra segir að fullyrðing ráðuneytisins um að það sé Hafnarfjarðarbæjar að sjá um rekstur nýju rýmanna komi verulega á óvart. Algjörlega óeðlilegt sé að vera með fleiri en einn rekstraraðila við eldri borgara á Sólvangssvæðinu. Segir bæjarstjóri einnig að í fyrri samskiptum við ráðuneytið hafi ekki verið gert ráð fyrir öðru.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here