Axel Bóasson íþróttakarl Hafnarfjarðar og Hrafnhildur Lúthersdóttir íþróttakona Hafnarfjarðar

Karla- og kvennalið frjálsíþróttadeildar FH er íþróttalið ársins

Axel Bóasson og Hrafnhildur Lúthersdóttir, íþróttakarl og íþróttakona Hafnarfjarðar 2016.

Á viðurkenningahátíð sem haldin var í Íþróttahúsinu við Strandgötu í dag voru Axel Bóasson kylfingur úr Keili útnefndur íþróttakarl Hafnarfjarðar og Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar kjörin íþróttakona Hafnarfjarðar.

Haraldur L. Haraldsson afhenti þeim Hrafnhildi og Axel bikara og blóm.
Haraldur L. Haraldsson afhenti þeim Hrafnhildi og Axel bikara og blóm.

Er þetta annað árið í röð sem Axel hlýtur þennan heiður og sjöunda árið í röð sem Hrafnhildur hlýtur þennan heiður.

Axel tekur við öllum verðlaunagripunum
Axel tekur við öllum verðlaunagripunum

Axel Bóasson er meðal bestu kylfinga á Íslandi og lék í ár á Nordic tour sem atvinnumaður í golfi á sínu fyrsta ári og hélt sæti sínu í mótaröðinni. Axel varð klúbbmeistari Keilis, sigraði á Borgunarmótinu, Securitasmótinu, á Eimskipsmótaröðinni, varð stigameistari Golfsambands Íslands og í öðru sæti á Íslandsmótinu í höggleik. Hann var með meðalskor upp á 69 högg hér heima sem verður að teljast ótrúlega góður árangur. Til samanburðar er meðalskorið á PGA mótaröðinni 71,3 högg og lægsta meðalskorið 69,1 högg. Axel tók þátt í fjölda alþjóðlegra móta á árinu.

Hrafnhildur Lúthersdóttir íþróttakona Hafnarfjaðrar 2016
Hrafnhildur Lúthersdóttir íþróttakona Hafnarfjaðrar 2016

Hrafnhildur Lúthersdóttir er sundkona í bringusundi og fjórsundi. Margfaldur Íslandsmeistari, Íslandsmethafi og landsliðskona í sundi. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug á árinu þar sem hún vann tvenn silfurverðlaun fyrir 50 m bringusund og 100 m bringusund og bronsverðlaun fyrir 200 m bringusund. Hrafnhildur keppti á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar og náði þeim frábæra árangri að verða sjötta í 100 m bringusundi og í 11. sæti í 200 m bringusundi. Árangur Hrafnhildar er besti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikunum. Í desember keppti Hrafnhildur á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 m laug í Windsor í Kanada og setti Íslandsmet í hverju sundi sem hún synti, samtals sjö met. Annars var árangur hennar í einstaklingsgreinum á mótinu eftirfarandi; 50 m bringusund 13. sæti, 100 m bringusund 14. sæti, 100 m fjórsund 11. sæti.

Frjálsíþróttalið FH íþróttalið ársins

Karla- og kvennalið FH í frjálsum íþróttum var valið íþróttalið ársins. Liðið er Íslandsmeistari félagsliða í frjálsum íþróttum utanhúss og bikarmeistari í frjálsum íþróttum innanhúss og utanhúss. Áttu liðsmenn góðu gengi að fagna á alþjóðlegum mótum á árinu. Átta landsliðsmenn kepptu á Smáþjóðameistaramóti landsliða á Möltu, einn keppandi keppti á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Amsterdam í Hollandi, þrír keppendur kepptu á Norðurlandamóti í frjálsíþróttum innanhúss, auk þess tóku liðsmenn þátt í fjölda verkefna í unglinga- og ungmennaflokkum erlendis með góðum árangri.

Einar Þór Einarsson og Ragnheiður Ólafsdóttir þjálfarar frjálsíþróttadeildar FH og Haraldur L. Haraldsson bæjarsjóri
Einar Þór Einarsson og Ragnheiður Ólafsdóttir þjálfarar frjálsíþróttadeildar FH og Haraldur L. Haraldsson bæjarsjóri

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here