Ein af nýju búðum bæjarins, gjafa- og sérvörubúðin Föndurlist sem fólk þekkti áður úr Holtagörðum, er staðsett að Strandgötu 75 við hliðina á Von og Pallet.
Hún er vel uppsett af flestu því sem maður sækir í sé maður í föndurhugleiðingum.
Ekki er verra að við séum komin með meira úrval af smávöru sem skapar gæðastundir, heldur er líka fallegt að þau séu að festa rætur hér til að þjónusta Hafnfirðinga.
Fjarðarfréttir kíktu við og fékk að vita hversu mikið úrval væri í boði fyrir þann sem hefði í huga að eiga skapandi og huggulega stund.
Þau leggja áherslu á mikla þjónustu við ljósmyndaskreytingar. Þar er boðið uppá aragrúa skrapp-pappírs á góðu verði, breytt úrval kortagerðarvara, skera, stimpla, alls kyns gerðir af glimmeri og “shimmeri”, ásamt dufti sem setur ákveðna áferð á texta og svo auðvitað límmiðar í margskonar formi og fleira sem gerir iðjuna skemmtilegri. Einnig er gott að það komi fram að þú færð fá hjá þeim gæðalím sem er sérhannað fyrir skrapp, því það er lykilatriði svo að myndir og skraut fái lengi að njóta sín.
Svo er hægt að fá hjá þeim eitthvað af skrappalbúmum til að kóróna verkið.
Einnig ef þú ert að skreyta fyrir athafnir (skírn, ferming o.s.frv.) er tilvalið að finna hugmynd að skreytingu og útfæra með aðstoð hjá þeim.
Búsáhaldablek til að skreyta hvítu bollana er hægt að fá hjá þeim og aðrar blek-gerðir áætlaðar fyrir annað föndur, blekpúðar og blekpennar.
Ríkulegt úrval pensla er í versluninni, sterkur pappír til að pensla á, keramik og hátíðarföndur og “tie dye” fatalitir og andlitsmálining. Ef þig langar til að sérhanna kerti, sem passar við stíl heimilisinsins hafa þau flest allt í kertagerðina. Sápugerðardraumur ætti að verða að veruleika með heimsókn í þessa búð þar sem allt er í hana þar með töluvert af ilmum.
476 litir eru svo í boði af útsaumsgarni á 250 kr. Áhugafólk um skartgripagerð ætti heldur ekki að verða fyrir vonbrigðum með það sem þau selja, því af nógu er að taka. Glitrandi steinar, festingar, skraut til að hengja á, ásamt mörgu öðru til að þú getir notið þess að gera þinn eigin persónuleika sýnilegri.
Hvernig sem þú vilt á það líta að þá er búið að auka möguleika Hafnfirðingsins á að geta enn frekar komið sér þægilega fyrir og skapað frá hjartans list. Hver veit nema að það gæti sett tilveruna á næsta gæðastig? Hversdagsleikinn má nefnilega alltaf verða aðeins litríkari. Sérstaklega á þessum árstíma þar sem gráleikinn vill stundum yfirtaka augnablikið.