fbpx
Miðvikudagur, apríl 24, 2024
HeimFréttirMetþátttaka á öldungamóti í frjálsum íþróttum

Metþátttaka á öldungamóti í frjálsum íþróttum

FH með yfirburðastöðu eftir fyrri daginn í Kaplakrika

Metþáttaka er á Meistaramóti öldunga í frjálsum íþróttum sem fer fram í Kaplakrika núna um helgina. Alls eru keppendur 81 frá 15 félögum.

Til að teljast öldungar þurfa karlar að vera 35 ára og konur 30 ára. Elsti þátttakandinn er 85 ára en alls eru 4 keppendur yfir 80 ára.

Eftir fyrri daginn þegar 77 af 87 greinum er lokið er FH með yfirburðarstöðu, með 440 stig en næstu félög, ÍR og HSK/Selfoss eru með 80 stig hvort.

Hefur FH fengið 30 gull, 32 silfur og 17 brons og ekkert getur komið í veg fyrir að félagið haldi Íslandsmeistaratitlinum bæði í kvenna- og karlaflokki. Uppistaðan í liði FH eru félagar í Hlaupahópi FH en þar má líka finna gamla frjálsíþróttakappa.

Þetta er í fyrsta sinn sem innanhússkeppnin fer fram í Hafnarfirði og eru aðstæðar allar hinar bestar og vel staðið að mótshaldinu.

Hér má sjá nokkra myndir frá mótinu sem ljósmyndarar Fjarðarfrétta tóku í dag.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2