fbpx
Þriðjudagur, mars 5, 2024
HeimFréttirAtvinnulífÞóra Arnórsdóttir frá RÚV til Landsvirkjunar

Þóra Arnórsdóttir frá RÚV til Landsvirkjunar

Þóra Arnórsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun.

Þóra er Hafnfirðingur, þekkt fjölmiðla- og heimildarmyndagerðarkona og hefur starfað við frétta- og dagskrárgerð í um aldarfjórðung. Hún hefur unnið bæði í útvarpi og sjónvarpi, hjá Stöð 2 og RÚV, síðustu ár sem ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks.

Þóra var einnig stundakennari við Háskóla Íslands um árabil þar sem hún kenndi alþjóðastjórnmál.  Hún hefur átt farsælan feril og hlotið mörg verðlaun og tilnefningar fyrir störf sín í gegnum tíðina. Þóra er með B.A. gráðu í heimspeki frá HÍ og Háskólanum í Genúa á Ítalíu og M.A. gráðu í alþjóðastjórnmálum og þróunarhagfræði frá Johns Hopkins SAIS, Bologna og Washington DC.

„Það er ánægjulegt fyrir Landsvirkjun að fá Þóru til liðs við fyrirtækið. Reynsla hennar og þekking mun  koma sér vel í þeim áhugaverðu verkefnum og framkvæmdum sem fram undan eru. Nú sem endranær leggur Landsvirkjun mikla áherslu á samvinnu og góð samskipti við almenning, aðra hagaðila og nærsamfélög, samhliða innri upplýsingagjöf til starfsfólks. Það er mikilvægt að hafa öflugan  einstakling til að leiða slík verkefni,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2