Öryggissvæði í stað þynningarsvæðis í kringum álverið

Rio Tinto sækir um endurnýjun á starfsleyfi álversins í Straumsvík

Úr steypuskála ISAL

RioTinto á Íslandi hf. – ISAL vinnur um þessar mundir að gerð umsóknar um starfsleyfi en núverandi leyfi rennur út 1. október 2020.

Umhverfis og auðlindaráðuneytið hefur nýverið farið þess á leit við Umhverfisstofnun að ekki verði gert ráð fyrir þynningarsvæði í starfsleyfum álvera héðan í frá og því er unnið út frá því að svo verði í nýju starfsleyfi ISAL.

Þrátt fyrir að ekki verði þynningarsvæði í kringum athafnasvæði ISAL segir í bréfi fyrirtækisins til Hafnarfjarðarbæjar að mikilvægt sé að skilgreint verði viðeigandi öryggissvæði í kringum svæðið þar sem skýrð verða mörk leyfilegrar starfsemi og íbúabyggðar. Var slíkt öryggissvæði rætt á fundi ISAL og Hafnarfjarðarbæjar 13. febrúar 2019.

Álver Rio Tinto í Straumsvík

Óskar ISAL að eiga viðræður við Hafnarfjarðarbæ um skilgreiningu á slíku svæði með gagnkvæma hagsmuni fyrirtækisins og bæjarins að leiðarljósi. Enn fremur vill fyrirtækið gera bæjaryfirvöldum grein fyrir framvindu vinnu við endurnýjun á starfsleyfi fyrirtækisins.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here