Nýr skólastjóri í Áslandsskóla

Unnur Elfa Guðmundsdóttir tók við stöðunni 1. ágúst sl.

Unnur Elfa Guðmundsdóttir

Unnur Elfa Guðmundsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Áslandsskóla frá 1. ágúst en Leifur Garðarsson sagði starfi sínu lausu í apríl sl.

Unnur Elfa hefur starfað við kennslu og stjórnun í grunnskólum Hafnarfjarðar til margra ára, þar af hefur hún starfað lengst í Áslandsskóla.

„Unnur Elfa er framsýn í þróun skólamála með öfluga þekkingu á skólastarfi og skólamálum almennt,“ segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Unnur Elfa er með B.A. gráðu í íslensku og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands, kennsluréttindi á leik-, grunn-, og framhaldsskólastigi ásamt diplóma í stjórnunarfræði menntastofnana frá Háskóla Íslands.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here