fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimFréttirAtvinnulífNýja hafnfirska flugfélagið heitir PLAY

Nýja hafnfirska flugfélagið heitir PLAY

Höfuðstöðvar flugfélagsins eru í Hafnarfirði

Nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag, sem hingað til hefur haft vinnuheitir WAB, hefur hlotið nafnið PLAY en tilkynnt var um nafnið við hátíðlega athöfn í Perlunni í dag auk þess sem farið var yfir framtíðaráform félagsins.

Að baki PLAY stendur hópur fólks með víðtæka reynslu úr flugheiminum en margir starfsmenn PLAY hafa áður starfað hjá flugfélögum á borð við WOW air og Air Atlanta.

Fo­stjóri nýja flug­fé­lags­ins er Arn­ar Már Magnús­son en stjórnarformaður WAB air ehf. er Sveinn Ingi Steinþórsson. Höfuðstöðvar fyrirtækisins er að Reykjavíkurvegi 76 í Hafnarfirði.

Þá stendur til að ráða fjölda starfsmanna á næstu vikum bæði á skrifstofu félagsins og áhafnarmeðlimi.

Play logo

Flogið verður á Airbus A321 flugvélum sem leigðar verða til félagsins og taka um 200 farþega í sæti. Gert er ráð fyrir sex vélum í rekstri næsta sumar og að flotinn vaxi í tíu vélar innan þriggja ára. Fyrst um sinn verður flogið innan Evrópu en stefnt er að því að bæta við áfangastöðum í Norður Ameríku á komandi vormánuðum.

Sala flugmiða hefst í nóvember auk þess sem þúsund flugmiðar verða gefnir. Fólk er hvatt til þess að skrá sig á póstlista til þess að fá frekari upplýsingar. www.flyplay.com

Áfangastaðir

Áfangastaðir PLAY verða tilkynntir innan skamms. Byrjað verður að fljúga innan Evrópu en stefnt er að því að bæta við áfangastöðum í Bandaríkjunum á vormánuðum 2020.

Sala farmiða mun hefjast í nóvember. Best er að skrá sig á póstlista hjá PLAY til að fá upplýsingar um hvenær sala hefst en PLAY ætlar að gefa 1.000 flugmiða þegar sala hefst og munu viðskiptavinir finna þá í bókunarferlinu. Þeir sem vilja fá tilkynningu þegar sala hefst geta skráð sig hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2