fbpx
Laugardagur, september 7, 2024
HeimFréttirAtvinnulífMinni framleiðsla í álverinu í Straumsvík vegna lægra heimsmarkaðsverðs

Minni framleiðsla í álverinu í Straumsvík vegna lægra heimsmarkaðsverðs

Áætlað að framleiðslumagn verði svipað og í fyrra

Rio Tinto á Íslandi til­kynnti Landsvirkjun í síðustu viku að fyr­ir­tækið hygðist aðeins nýta 85% af þeirri raf­orku sem fyr­ir­tækið hafði samið um kaup á frá Lands­virkj­un.

Bjarni Már Gylfason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto á Íslandi staðfesti í samtali við Fjarðarfréttir að ástæða minnkandi rafmagnskaupa væri lágt verð á heimsmarkaðsverði en að öðru leyti sagðist hann ekki geta gefið neinar upplýsingar um framleiðsluminnkunina. Þó gat hann staðfest að áætlað framleiðslumagn yrði svipað og á síðasta ári. Þá varð fyrirtækið hins vegar fyrir áfalli þegar ljósbogi myndaðist í einum kerskálanum svo slökkva þurfti á öllum 160 kerjunum í skálanum í langan tíma. Talið er að álframleiðslan hafi dregist saman um 21 þúsund tonn vegna þessa á síðasta ári.

Tap hefur verið á rekstri álversins síðustu ár og nam tapið 42,1 milljónum dollara árið 2018 og 3,3 milljónum dollara árið 2017.

Háspennulínur í Hafnarfirði

Vegna þessara minni raforkukaupa er áætlað að tekjutap Landsvirkjunar nemi um 20 milljónum dollara.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2