Markaðsstofa Hafnarfjarðar auglýsir eftir framkvæmdastjóra í 50% starf

Merki Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Nokkuð umrót hefur verið í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar og í framhaldi af því sagði varaformaðurinn af sér í byrjun árs 2019 og framkvæmdastjórinn fór í frí um tíma. Framkvæmdastjórinn sagði svo starfi sínu lausu sl. haust og núverandi stjórn hefur verið að fara yfir áherslur í starfinu sem miða að því að einfalda starfið og leggja áherslu á færri þætti en áður.

Markaðsstofa Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir öflugum starfsmanni í 50% starf framkvæmdarstjóra.

Helstu verkefni

 • Vinna við stefnumótun og eftirfylgni með henni
 • Stýring og þátttaka í markaðs- og samstarfsverkefnum sem miða að því að efla atvinnulíf í Hafnarfirði
 • Fjármögnun á starfsemi MsH
 • Yfirumsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum
 • Skipulagning viðburða
 • Gerð árlegrar rekstrar- og starfsáætlunar
 • Umsjón með daglegum rekstri, samskipti við aðildarfyrirtæki, hagsmunaaðila og Hafnarfjarðarbæ

Menntun og færni

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi
 • Reynsla af kynningar og markaðsmálum
 • Reynsla af stefnumótun og verkefnastjórn sambærilegra verkefna kostur
 • Góð þekking á íslensku atvinnulífi og rekstrarumhverfi fyrirtækja kostur
 • Þekking og reynsla af stjórnsýslu á sveitarstjórnarstigi kostur
 • Reynsla af sambærilegum rekstri kostur
 • Góð þekking og reynsla af stafrænni markaðssetningu og miðlun
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Skapandi og lausnamiðuð nálgun
 • Framúrskarandi hæfileikar í mannlegum samskiptum
 • Geta til að vinna undir álagi og að mörgum verkefnum. á sama tíma
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku bæði í ræðu og riti

Umsóknarfrestur til 2. febrúar og skal starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum fylgja með umsókn sem skal sendast á stjorn@msh.is.

Ummæli

Ummæli